TOP

Um Costco Um Costco

Hvað er Costco?

Costco Wholesale Corporation starfrækir alþjóðlega keðju heildverslana undir nafninu Costco Wholesale, sem allar byggja á meðlimaaðild. Costco býður hágæða vörur og þekkt vörumerki á umtalsvert lægra verði en hin dæmigerða heildsala eða verslun. Þannig gefst litlum og meðalstórum fyrirtækjum kostur á lækkuðu innkaupsverði á vörum til endursölu eða til fyrirtækjanota. Einnig gefst einstaklingum kostur á að versla til einkanota.

Saga Costco

Costco Wholesale Corporation hóf starfsemi sína árið 1983 í Seattle í Bandaríkjunum. Árið 1993 sameinaðist Costco versluninni The Price Company, sem hafði frá 1976 verið frumkvöðull í innleiðingu heildsöluverslana í formi meðlimaklúbba, og var nafn sameinaðs fyrirtækis Price/Costco Inc., með höfuðstöðvar í Delaware, Bandaríkjunum. Árið 1997 voru þær eignir fyrirtækisins sem ekki tengdust heildsölurekstri fluttar yfir í Price Enterprices, Inc. og var nafni fyrirtækisins breytt í Costco Companies. Þann 30. ágúst 1999 fluttist fyrirtækið aftur frá Delaware til Washingtonfylkis og breytti nafni sínu í Costco Wholesale Corporation, sem skráð er á hlutabréfamarkaði NASDAQ. Höfuðstöðvar Costco eru í Issaquah í Washingtonfylki í Bandaríkjunum.

Áhersla á gæði

Verslanir Costco bjóða eitthvert mesta og vandaðasta vöruúrval sem finna má á einum stað. Meðal vöruflokka sem boðið er upp á má telja ýmis aðföng fyrir veitingaþjónustu, sælgæti, heimilistæki, sjónvörp, bílavörur, hjólbarða, leikföng, verkfæri, íþróttavörur, skartgripi og úr, myndavélar, bækur, heimilisvörur, fatnað, snyrtivörur, húsgögn og skrifstofuvörur. Costco er þekkt fyrir að bjóða hágæða vörumerki frá innlendum framleiðendum á verði sem er ávallt lægra en gengur og gerist hjá öðrum heildverslunum og smásölum.

Kirkland Signature

Meðlimir eiga einnig kost á því að kaupa vörur frá Kirkland Signature, sem er eigið vörumerki Costco og var hannað til þess að bjóða vörur að jöfnum eða betri gæðum en leiðandi vörumerki, m.a.ávaxtasafa, smákökur, kaffi, hnetur, heimilisvörur, ferðatöskur, heimilistæki, fatnað og þvottaefni.

Aðild að Costco

Costco býður tvenns konar aðild: Viðskipti og einstaklingsaðild. Eigendur fyrirtækja geta gerst fyrirtækjameðlimir og einstaklingsaðild býðst einstaklingum sem vilja versla vörur aðallega til eigin nota. Allir meðlimir fá innifalið heimiliskort.

Tvöföld ábyrgð

Á vöru: Við ábyrgjumst ánægju þína með hverja þá vöru sem við seljum með því að endurgreiða hana annars að fullu. Á meðlimaaðild: Við endurgreiðum þér aðildargjaldið að fullu hvenær sem er ef þú ert óánægð(ur). Vinsamlegast athugið að sérstök skilyrði og undantekningar gilda um skil á demöntum, gullstöngum, símum, raftækjum og stórum heimilistækjum. Nánari upplýsingar má finna á síðunni Spurningar & svör: „Hvaða reglur gilda um vöruskil?“

Costco á heimsvísu

Costco á heimsvísu

Lykilupplýsingar

Heildarfjöldi vöruhúsa:

  • 772 (í May 2019)

Dreifing vöruhúsa:

  • 535 vöruhús í Bandaríkjunum og Púertó Ríkó
  • 100 vöruhús í Kanada
  • 39 vöruhús í Mexíkó

  • 28 vöruhús í Bretlandi

  • 26 vöruhús í Japan
  • 15 vöruhús í Taívan
  • 13 vöruhús í Kóreu
  • 10 vöruhús í Ástralíu
  • 2 vöruhús á Spáni
  • 1 vöruhús í Frakklandi
  • 1 vöruhús á Íslandi

Fjöldi meðlima (apríl 2019):

  • Um það bil 96 milljónir korthafa

Meðalstærð vöruhúss:

  • 13.000 fermetrar

Árstekjur (fjárhagsárið 2018):

  • 138 milljarðar bandaríkjadala

Heildarfjöldi starfsmanna á heimsvísu:

  • 243.000