Skilmálar júní 2024
VIÐ BIÐJUM ÞIG VINSAMLEGAST UM AÐ LESA ÞESSA ALMENNU NOTKUNARSKILMÁLA VANDLEGA.
ÞESSIR SKILMÁLAR UM NOTKUN (HÉR EFTIR „NOTKUNARSKILMÁLAR“ EÐA „SKILMÁLAR“) FYRIR VEFSÍÐUNA HTTPS://WWW.COSTCO.IS (HÉR EFTIR „VEFSÍÐAN“) OG VERSLUN VIÐ COSTCO Á ÍSLANDI GILDA UM SAMNINGSSAMBANDIÐ MILLI COSTCO WHOLESALE EHF. (HÉR EFTIR „COSTCO“ EÐA „VIГ) OG NOTANDA VEFSÍÐUNNAR (HÉR EFTIR „NOTANDI“ EÐA „ÞÚ“). MEÐ NOTKUN ÞINNI Á VEFSÍÐUNNI SAMÞYKKIR ÞÚ ÞESSA SKILMÁLA.
Tilgangur vefsíðunnar
Á þessari vefsíðu er að finna hluta af þeim vörum og þjónustu sem Costco býður upp á og veitir notendum tækifæri til að kaupa eða endurnýja aðild. Öll kaup eða endurnýjun á aðild heyrir undir skilmála þessa og vísar Costco notendum á þessa skilmála fyrir nánari upplýsingar.
Með því að nota þessa síðu samþykkir þú að vera bundinn við þessa notkunarskilmála. Ef þú hefur ekki heimild til þess að samþykkja þessa skilmála hefur þú ekki heimild til þess að nota þessa vefsíðu.
Þessir notkunarskilmálar gilda um:
- notkun vefsíðunnar
- sölu og veitingu vara og þjónustu í gegnum vefsíðuna.
Þessir notkunarskilmálar ná yfir, en eru ekki takmarkaðir við, afhendingar, afpantanir og aðstoð. Vinsamlegast lestu yfir þessa skilmála og alla tengda skilmála áður en þú notar vefsíðuna.
Við meðhöndlum persónuupplýsingar þínar í samræmi við persónuverndarstefnu okkar.
Breytingar á notkunarskilmálum vefsíðunnar
Costco áskilur sér allan rétt til þess að gera einhliða breytingar á þessum skilmálum hvenær sem er og hefur Costco eingöngu þann rétt. Ef skilmálar vefsíðunnar taka breytingum munum við birta breytta skilmála á vefsíðunni og taka fram hvaða dag þeir voru síðast uppfærðir. Allar breytingar eða aðlaganir á skilmálum taka gildi frá þeim tíma sem þeir eru birtir á vefsíðunni og notkun þín á vefsíðunni í kjölfar birtingarinnar felur í sér samþykki þitt við hina breyttu skilmála.
Skilgreiningar og túlkanir
Samkvæmt notkunarskilmálum vefsíðunnar þýðir:
„Stór og þungur varningur“ er varningur sem er stór, þungur eða bæði.
„Viðskiptavinur“ er einstaklingur sem notar vefsíðuna til þess að kaupa varning eða þjónustu frá okkur sem tengist ekki verslun, fyrirtæki eða atvinnu þeirra;
„Kökur“ eru litlar textaskrár sem komið er fyrir á tölvunni þinni.
„Costco fyrirtæki“ nær yfir alla Costco Wholesale samstæðuna, bæði dótturfélög og hlutdeildarfélög;
„Costco meðlimur“ er fyrirtækja- eða einstaklingsmeðlimur í einhverjum meðlimaáskriftum vöruhúsaklúbbsins sem Costco fyrirtækin reka;
„Costco ánægjuábyrgð“ felur í sér Costco ánægjuábyrgðina sem fram kemur í skilmálum Costco um ánægjuábyrgð viðskiptavina
„Executive aðili” er einstaklingur sem er með Executive aðild hjá Costco.
„Persónuupplýsingar“ eru allar persónugreindar eða persónugreinanlegar upplýsingar um einstaklinga á grundvelli laga nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga;
„Gögn vefsíðunnar“ þýða öll gögn sem birt eru á vefsíðunni, þar á meðal, en ekki takmörkuð við, vörumerki, hönnun, vörulýsingar, HTML texta, grafík, aðrar skrár, ljósmyndir, kóða, útlit hugbúnaðar, hönnunarform og val og uppröðun þeirra;
Eftirfarandi hlekkir veita greinargóðar upplýsingar um skilmála vefsíðunnar. Vinsamlegast lestu vandlega yfir skilmálana:
HLUTI (1): SKILMÁLAR SEM GILDA UM NOTKUN VEFSÍÐUNNAR
- Takmarkanir á notkun, leyfi og aðgangi að vefsíðunni
- Lykilorð og öryggi
- Hugverkaréttindi
- Hugbúnaður
- Vefhlekkir
- Þín ábyrgð; upplýsingar sem þú lætur okkur í té; framkvæmd
- Ólögráða einstaklingar
- Fyrirvarar
HLUTI (2): SKILMÁLAR SEM GILDA UM VÖRUR OG ÞJÓNUSTU SEM KEYPT ER Í GEGNUM VEFSÍÐUNA
- Verslun í gegnum vefsíðuna: tveir valmöguleikar
- Samningur, verð, framsetning og greiðsla
- Samningur, verð, framsetning og greiðsla
HLUTI (3): SKILMÁLAR SEM GILDA BÆÐI UM HLUTA (1) OG HLUTA (2) HÉR AÐ FRAMAN
- Tengdar stefnur og skilmálar
- Gildandi löggjöf og lögsaga
- Niðurfelling
- Ábyrgð okkar á tapi eða eyðileggingu sem þú verður fyrir vegna notkunar á vefsíðunni og vegna varnings sem seldur er á vefsíðunni
- Ógild ákvæði, aðlögun og niðurfelling
- Réttindi þriðju aðila
- Frekari upplýsingar
- Hafðu samband við okkur
- Kvartanir
HLUTI 1: SKILMÁLAR SEM GILDA UM NOTKUN VEFSÍÐUNNAR
A. Takmarkanir á notkun, leyfi og aðgangi að vefsíðunni
Aðeins má nota vefsíðuna til þess að panta vörur og þjónustu til afhendingar á heimilisföng á Íslandi.
Til þess að skrá sig og versla í gegnum vefsíðuna þarft þú að vera orðinn 18 ára gamall. Vinsamlegast lestu kafla G fyrir frekari upplýsingar í tengslum við notkun ólögráða einstaklinga á þessari vefsíðu.
Ef þú uppfyllir framangreint skilyrði, veitum við þér takmarkað leyfi til þess að nota vefsíðuna fyrir persónuleg not. Slíkt leyfi felur ekki í sér: (a) hvers konar endursölu eða viðskiptalega notkun á vefsíðunni eða efnis á vefsíðunni (eins og skilgreind er hér að framan); (b) breytingar, aðlaganir, þýðingar, bakverkfræði, afsamsetningu, sundurtekningar eða umbreytingu í læsilegt form hvers kyns efnis á vefsíðunni sem ekki er ætlað að vera lesið með þeim hætti, þar með talin notkun eða skoðun á undirliggjandi HTML kóða eða öðrum kóða frá vefsíðunni nema eins og hann er túlkaður og sýndur í vafra; (c) að afrita, líkja eftir, spegla, fjölfalda, dreifa, birta, hlaða niður, sýna, flytja, birta eða senda hvaða efni sem er á vefsíðunni (þar á meðal vörumerki) í hvaða formi sem er eða með hvaða hætti sem er, þar með talið, en ekki takmarkað við, með rafrænum eða vélrænum hætti, ljósritun, upptöku eða með öðrum hætti; (d) söfnun og notkun hvers kyns vörulista eða lýsinga; (e) að gera breytingar á vefsíðunni eða annarri afleiddri notkun hennar og hvers kyns efnis hennar; eða (f) notkun hvers kyns gagnavinnslu, vélmenna, köngulóa, sjálfvirkra verkfæra eða sambærilegrar gagnaöflunar og útdráttaraðferða, beint eða óbeint, á efni vefsíðunnar eða til að safna upplýsingum frá vefsíðunni eða öðrum notendum vefsíðunnar. Fyrrnefnd upptalning er ekki tæmandi. Nema eins og fram kemur hér að framan, er þér ekki veittur réttur eða leyfi með ályktun, yfirlýsingu eða samkvæmt einkaleyfi, vörumerki, höfundarrétti, gagnagrunnsrétti eða öðrum hugverkarétti sem tilheyrir Costco fyrirtækjum eða þriðja aðila. Þér er ekki heimilt að nota nein meta-merki eða annan „falinn texta“ sem notar hvaða nafn, vörumerki eða vöruheiti Costco fyrirtækjanna án skriflegs samþykkis okkar. Við getum sagt upp þessu leyfi, áskrift þinni, notkun þinni og/eða aðgangi að vefsíðunni hvenær sem er ef þú gerist brotlegur við eða heimilar brot á þessum notkunarskilmálum. Slíkar aðgerðir af þinni hálfu gætu einnig brotið í bága við gildandi lög, þar á meðal en án takmarkana: höfundarréttarlög, vörumerkjalög, reglur um fjarskipti, reglugerðir og samþykktir. Við áskiljum okkur rétt til að framfylgja lagalegum réttindum okkar.
B. Lykilorð og öryggi
Ef þú notar lykilorð til þess að komast inn á þessa vefsíðu eða einhvern hluta af henni, ert þú ábyrgur fyrir því að viðhalda trúnaði um lykilorðið og einnig að hindra aðgang að tölvunni þinni. Ef þú notar tölvu með öðrum aðila eða aðilum skalt þú muna eftir því að skrá þig út eftir að hafa lokið við að versla á vefsíðunni okkara costco.is. Ef svo háttar til að trúnaður um reikninginn þinn eða lykilorð er í hættu skalt þú án tafar hafa samband við þjónustuver Costco með því að hringja í símanúmerið 532-5555.
Við áskiljum okkur rétt til þess að framkvæma hvaða aðgerð sem við teljum nauðsynlega og viðeigandi til þess að viðhalda öryggi vefsíðunnar og aðgangs þíns, þar á meðal, en ekki takmarkað við, að: eyða aðgangi þínum, breyta lykilorði þínu eða kalla eftir upplýsingum til þess að heimila eða afturkalla færslur af reikningi þínum.
Á meðan við gerum viðeigandi ráðstafanir til þess að tryggja öryggi reikningsins þíns getum við ekki verndað upplýsingar þínar utan vefsíðunnar. Við kunnum að treysta á heimild allra sem hafa aðgang að reikningi þínum eða nota lykilorðið þitt. Þú berð ábyrgð á þeirra háttsemi. Við verðum í engum tilvikum ábyrg gagnvart þér fyrir tjóni sem stafar af (i) hvaða aðgerðum eða aðgerðarleysi Costco samkvæmt þessu ákvæði; (ii) hvers kyns áhrifum vegna trúnaðarbrots um reikning þinn eða lykilorð, og (iii) hvers konar óheimilum aðgangi að reikningi þínum eða notkun á lykilorði þínu.
Vinsamlegast skoðaðu persónuverndarstefnu okkar fyrir frekari upplýsingar um það hvernig við notum, söfnum, geymum og deilum persónugreinanlegum upplýsingum.
C. Hugverkaréttindi
1.Eignarhald
Allt efni á þessari vefsíðu er í eigu okkar, eða annarra Costco fyrirtækja, og er verndað á grundvelli íslenskra og alþjóðlegra laga og reglna um höfundarrétt, vörumerki og annarrar viðeigandi löggjafar.
2.Vörumerki
Costco, Costco Wholesale, Costco Travel, KIRKLAND SIGNATURE og önnur skráð vörumerki í eigu Costco, og hönnun þeirra og lógó, eru annað hvort vörumerki eða skráð vörumerki í eigu Costco fyrirtækjanna og er óheimilt að afrita þau, líka eftir þeim eða nota þau, í heild eða að hluta, án skriflegs fyrirfram samþykkis af okkar hálfu.
Til viðbótar eru allir síðuhausar, sérsniðnar grafíkmyndir, hnappatákn og forskriftir vörumerki í eigu Costco og er óheimilt að afrita, líka eftir eða nota, í heild eða að hluta, án fyrirfram skriflegs samþykkis okkar. Öll önnur vörumerki, skráð vörumerki, vöruheiti, fyrirtækjanöfn eða lógó sem nefnd eru hér og á vefsíðunni eru eign viðkomandi eiganda.
3.Takmörkun á notkun
Nema eins og tekið er fram í þessum notkunarskilmálum, er óheimilt að afrita, dreifa, endurútgefa, hlaða niður, birta eða senda efni eða hugverkaréttindi sem lýst er í þessum skilmálum á hvaða formi sem er eða með hvaða hætti sem er, þar með talið, en ekki takmarkað við, rafrænt, vélrænt, ljósritað, hljóðritað eða með öðrum hætti, án skriflegs leyfis okkar eða viðkomandi hugverkarétthafa.
Þér er heimilt að afrita rafrænt og prenta út hluta af vefsíðunni í þeim eina tilgangi að nota efnið til persónulegra nota í upplýsingaskyni en ekki í viðskiptaskyni. Öll önnur notkun á efni síðunnar, þar með talið hvers kyns notkun í atvinnuskyni, fjölföldun í öðrum tilgangi en lýst er hér að framan, breyting, dreifing, endurútgáfa, birting eða flutningur án skriflegs leyfis okkar er stranglega bönnuð.
D. Hugbúnaður
Hvers kyns hugbúnaður, þar á meðal hvers kyns skrár, myndir í eða útbúnar af hugbúnaðinum og gögn sem fylgja hugbúnaðinum (saman nefnt „hugbúnaður“), sem kann að vera aðgengilegur á þessari vefsíðu er þér látið í té á takmarkaðan hátt og án einkaréttar. Costco fyrirtækin skulu áfram eiga fullan og óskoraðan rétt á öllum hugverkaréttindum þessa hugbúnaðar. Þér er óheimilt að afrita, dreifa, selja, breyta, taka saman, taka í sundur, nota bakverkfræði eða búa til breytta afurð hugverkaréttinda eða aðra afleidda afurð frá hugbúnaðinum.
E. Vefhlekkir
1.Hlekkir á vefsíðuna
Þér er veittur takmarkaður réttur, sem felur ekki í sér einkarétt, til þess að búa til stiklutengil á þessa vefsíðu, svo framarlega sem slíkur hlekkur sýnir ekki neitt af Costco fyrirtækjunum eða einhverja af þeirra vörum eða þjónustu í fölskum, misvísandi, niðrandi eða á annan ærumeiðandi hátt. Heimilt er að afturkalla þennan takmarkaða rétt hvenær sem er. Þér er ekki heimilt að nota, ramma inn eða nota rammatækni til þess að láta hvaða Costco vörumerki, lógó eða eða aðrar eignarréttarupplýsingar Costco fyrirtækjanna fylgja með, þar á meðal myndirnar sem finnast á vefsíðunni, innihald hvers kyns texta eða útlit/hönnun hvaða síðu sem er, eða form á vefsíðunni án skriflegs samþykkis okkar. Öll önnur tenging er óheimil án fyrirfram samþykkis okkar. Fyrir utan eins og kemur fram hér að framan, er þér ekki veittur neinn réttur eða leyfi með ályktun, staðfestingu eða með öðrum hætti til einkaleyfis, vörumerkis, höfundarréttar, hönnunarréttar, gagnagrunnsréttar eða annarra hugverkaréttinda Costco fyrirtækjanna eða þriðju aðila.
2.Hlekkir þriðju aðila
Við látum þér í té hlekki og aðgang að vefsíðum þriðju aðila sem við heimilum að bjóði fram vörur, upplýsingar og/eða þjónustu. Við fylgjumst ekki með eða tökum á okkur ábyrgð vegna vefsíðna eða staðhæfinga sem þriðju aðilar setja fram. Í samræmi við það styðjum við ekki eða samþykkjum þessar vefsíður eða neinar upplýsingar sem þær innihalda. Við setjum engar yfirlýsingar fram eða ábyrgðir af neinu tagi varðandi slíkar vefsíður þriðja aðila og tökum enga ábyrgð á gæðum, innihaldi, eðli, nákvæmni eða áreiðanleika vefsíðna sem eru aðgengilegar með stiklu frá þessari vefsíðu eða tengdar á annan hátt við þessa vefsíðu.
F. Þín ábyrgð; upplýsingar sem þú lætur okkur í té; framkvæmd
Ef þú gerist Costco meðlimur, áskrifandi og/eða býrð til reikning á þessari vefsíðu samþykkir þú að allar upplýsingar sem þú veitir okkur séu áreiðanlegar, nákvæmar og fullkomnar. Þér ber skylda til þess að upplýsa okkur um þær breytingar sem verða á þeim upplýsingum með því að uppfæra skráningu persónuupplýsinga á þessari vefsíðu.
Þar að auki samþykir þú að nota ekki vefsíðuna til þess að: (a) taka þátt í eða hvetja til refsiverðra brota, brjóta á réttindum einhvers aðila eða skapa á annan hátt skaðabótaskyldu eða brjóta gegn landslögum eða alþjóðalögum; (b) líkja eftir einstaklingi eða aðila eða gefa á annan hátt ranga mynd af tengslum þínum við einstakling eða aðila; og (c) dreifa hvers kyns skaðlegu efni, þar á meðal, án takmarkana, vírusum, trójuhestum, ormum, tímasprengjum, uppvakningum, vélmennum eða hvers kyns öðrum tölvuforritunaraðferðum sem geta skemmt, njósnað, truflað, stöðvað í leynd eða tekið eignarnámi kerfi, forrit, gögn eða persónuupplýsingar sem Costco stjórnar eða býr yfir.
Allur aðgangur að og til notkunar á þessari vefsíðu er stjórnað af og heyrir undir þessa notkunarskilmála. Við áskiljum okkur rétt, en berum ekki skyldu, til þess að fylgjast með virkni og efni sem tengist spjallborðum og gagnvirkum svæðum á þessari vefsíðu. Við áskiljum okkur rétt hvenær sem er til þess að nálgast og nota innbyrðis í hvaða lögmæta tilgangi sem er upplýsingar sem geymdar eru í kerfum okkar, þar með talið hvers kyns tölvupóst eða önnur samskipti. Í samræmi við persónuverndarstefnu okkar og löggjafar um persónuvernd er okkur heimilt að deila slíkum upplýsingum til þriðja aðila, þar á meðal stofnana sem fara með löggæslu, í þeim tilgangi að vernda réttindi okkar, eignir eða starfsfólk eða til þess að bregðast við málaferlum eða í góðri trú um að slíkt sé heimilt eða réttlætanlegt í neyðartilvikum.
Okkur er heimilt að rannsaka hvers kyns tilkynnt brot á skilmálum þessum eða kvörtunum og framkvæma hvers kyns ráðstafanir sem við teljum viðeigandi. Við áskiljum okkur rétt, en berum ekki skyldu, til þess að framkvæma slíkar ráðstafanir. Okkur er heimilt, án takmarkana, að fara í eftirfarandi aðgerðir: gefa út viðvörun, stöðva eða eyða aðgangi þínum og stöðva notkun þína á síðunni og tengdri þjónustu hvenær sem er. Costco ber enga ábyrgð né ber skaðabótaábyrgð gagnvart efni sem sett er inn eða hlaðið upp af þriðja aðila, eða fyrir mistök, sem felur í sér ærumeiðingar, rógburð, meiðyrði, vanrækslu, ranglæti, ósvífni, klám eða blótsyrði sem þú gætir séð á þessari vefsíðu.
Ábyrgð á framferði þínu
Þú staðfestir og ábyrgist að þú hefur og munt viðhafa öll réttindi sem nauðsynleg eru til þess að veita Costco samþykki á grundvelli þessara skilmála. Þú ert ábyrgur að öllu leyti fyrir efni eða upplýsingum sem þú hleður upp eða deilir á umræðuvettvangi eða gagnvirkum svæðum á vefsíðunni. Þú samþykkir að sjá til þess að Costco fyrirtækin, starfsmenn, umboðsmenn og fyrirsvarsmenn verði skaðlausir gegn kröfum þriðja aðila, aðgerðum, tapi eða tjóni (þar á meðal lögfræðikostnaði) sem stafar af hegðun þinni, broti eða tilraunum til að brjóta í bága við þessa skilmála eða gildandi lög, samningum, brotum þínum á réttindum þriðja aðila eða athöfnum eða athafnaleysi þriðja aðila sem hefur heimild til þess að fá aðgang eða nota vefsíðuna fyrir þína hönd eða vegna tjóns sem stafar af broti þínu á þessum notkunarskilmálum.
G. Ólögráða einstaklingar
Við heimilum ekki að einstaklingar undir 18 ára aldri noti þessa vefsíðu. Ef þú ert undir 18 ára aldri er þér ekki heimilt að kaupa varning eða veita persónuupplýsingar í gegnum þessa vefsíðu eða með öðrum hætti nota þessa vefsíðu.
H. Fyrirvarar
Þessi vefsíða og upplýsingar sem veittar eru á grundvelli hennar eru veitt á „eins og þær koma fyrir“ grundvelli (e. „as is“ basis) og að því marki sem gildandi lög heimila, án ábyrgðar af neinu tagi, hvorki með berum orðum eða óbeinum. Costco afsalar sér, svo framarlega sem gildandi lög heimila, allri ábyrgð, skilyrðum og skilmálum beint eða óbeint, þar með talið, en ekki takmarkað við, hvers kyns ábyrgð sem gæti verið gefin í skyn varðandi samhæfni síðunnar við tölvubúnað þinn, hugbúnað eða fjarskiptahlekki, eða að því er varðar hæfni fyrir einhvern sérstakan tilgang síðunnar eða efnis á síðunni.
Costco heldur því ekki fram eða ábyrgist að síðan sé aðgengileg, að þjónustan sem veitt er á síðunni uppfylli þínar kröfur eða að efni á síðunni sé nákvæmt, fullkomið, áreiðanlegt, uppfært eða villulaust.
Costco heldur því ekki fram eða ábyrgist að þessi vefsíða eða hýsir hennar sé án vírusa eða annarra skaðlegra íhlutana, jafnvel þrátt fyrir að Costco eða fulltrúar Costco hafi verið upplýstir um möguleikann á slíkum vírusum eða skaðlegum íhlutunum og þér er ráðlagt að nota uppfærðan hugbúnað sem kemur í veg fyrir vírus þegar þú notar eða opnar vefsíðuna með einhverjum hætti. Þú er sammála því að með notkun þinni á vefsíðunni, þar á meðal á öllu efni, gögnum eða hugbúnaði, sem dreift er, hlaðið niður eða skoðað frá eða í gegnum þessa vefsíðu er alfarið á þína ábyrgð.
Tilvísanir til hvaða varnings sem er, þjónustu, ferli eða annarra upplýsingar um vöruheiti, vörumerki, framleiðanda, birgja eða slíkt felur ekki í sér eða gefur vísbendingu um stuðning, kostun eða meðmæli þess efnis af hálfu Costco.
HLUTI 2: SKILMÁLAR SEM GILDA UM VÖRUR OG ÞJÓNUSTU SEM KEYPT ER Í GEGNUM VEFSÍÐUNA
I. Verslun í gegnum vefsíðuna: tveir valmöguleikar
Við bjóðum upp á tvo valmöguleika til þess að versla:
- Costco meðlimir: • Ef þú ert fullgildur Costco meðlimur (Executive aðild, fyrirtækjaaðild eða einstaklingsaðild) og hefur þegar stofnað reikning hjá okkur getur þú skráð þig inn á reikninginn þinn til þess að stofna til kaupanna. Ef þú ert ekki með aðild hjá okkur getur þú stofnað aðild í versluninni sjálfri eða hér í gegnum vefsíðuna. Þegar þú verður fullgildur Costco meðlimur getur þú stofnað reikning á vefsíðunni. Ef þú ert með Executive aðild þá telja kaup þín á vefsíðunni inn í árlega umbun þína. Vinsamlegast hafðu í huga að þrátt fyrir að þú sækir um aðild þýðir það ekki að þú verðir strax aðili, Costco áskilur sér rétt til þess að samþykkja sérstaklega allar umsóknir um aðild.
- Tímabil aðildar eða áskriftar þinnar er eitt ár í senn og er þá endurnýjanlegt. Ef þú ert ekki ánægður með aðild eða áskrift þína munum við endurgreiða þér gjaldið vegna núverandi aðildar eða áskriftar hvenær sem er.
J. Samningur, verð, framsetning og greiðsla
Vörur sem seldar eru á vefsíðunni kunna að hafa aðra verðmerkingu en sama vara sem seld er í vöruhúsi Costco sem skýrist af sendingar- og afgreiðslugjöldum. Vefsíðan okkar býður fram varning, þjónustu og aðild sem þú getur keypt í gegnum internetið.
Ekkert í þessum skilmálum eða annars staðar á vefsíðunni felur í sér tilboð þess efnis að selja eða afhenda varning eða þjónustu, þar á meðal aðild að costco.is eða umsókn sem gerð er á internetinu um Costco aðild. Þínar pantanir á vörum eða þjónustu eða umsókn um aðildarreikning/Costsco aðild felur í sér tilboð til þess að kaupa varning. Þegar við sendum þér móttöku á pöntun þinni felur það í sér staðfestingu á kaupum þínum, en felur ekki í sér samþykki á kaupunum. Um leið og við höfum samþykkt kaupin er það hins vegar skylda okkar til þess að senda þér varninginn sem þú pantaðir.
Við tökum á móti vörum við sendingu, sem er staðfest með tölvupósti. Fyrir utan í þeim tilvikum þegar um er að ræða stóran og þungan varning, þá tekur samþykki okkar ekki gildi fyrr en við sendingu og undirritun um móttöku. Við áskiljum okkur rétt til þess að halda vörunum eða endurheimta þær hjá þér á hvaða tíma sem er þar til þú hefur greitt þær að fullu. Áhættan af því að varningur sem þú pantar verði fyrir tjóni eða skemmdum yfirfærist á þig á sama tíma og eignarrétturinn færist yfir á þig. Við erum undir engum kringumstæðum ábyrg fyrir töfum eða að varningurinn eða þjónustan skili sér ekki til þín sem pöntuð er á vefsíðunni ef slíkar tafir eru af völdum aðstæðna eða atvika sem við höfum ekki stjórn á.
Við tökum við debetkortum (Maestro, Visa Debet), öllum stærstu kreditkortum (Mastercard, American Express, Visa), Apple Pay og PayPal í gegnum vefsíðuna okkar. Vistuð greiðsluleið heldur áfram að virka þrátt fyrir að þú sért kominn með annað kort í hendurnar frá útgáfuaðilanum. Táknastjórnunarþjónustan okkar vinnur með kortakerfunum og reynir sjálfkrafa að uppfæra vistaðar kortaupplýsingar í hvert sinn sem viðskiptavinur fær nýtt kort (t.d. ef nýtt kort kemur í staðinn fyrir útrunnið kort eða að korti er stolið eða það týnist). Þetta veitir þér möguleikann á því að nota þjónustu okkar án truflana og dregur úr þörf okkar að óska eftir nýjum kortaupplýsingum í hvert sinn sem korti er skipt út. Fyrir frekari upplýsingar um greiðsluleiðir sem við samþykkjum í vöruhúsum okkar smelltu hér. Allar kortagreiðslur eru háðar samþykki frá þínum kortaútgefanda. Ef greiðsla er ekki heimiluð, eða af einhverjum öðrum ástæðum er okkur ekki kleift að taka greiðslu þegar við gerum tilraun til þess, framfylgjum við ekki pöntun þinni. Við áskiljum okkur rétt til þess að hafna umsækjanda um áskrift og við getum afturkallað áskrift hvenær sem er og án ástæðu. Fyrir öll kaup verður kredit/debet/PayPal reikningurinn þinn gjaldfærður þegar þú leggur fram pöntun.
K. Vörulýsingar og birgðastaða, verðmerkingar, tilboð og breytingar
- Við gerum viðeigandi fyrirbyggjandi ráðstafanir til þess að tryggja að vörur og þjónusta sé réttilega og nákvæmlega lýst á vefsíðunni okkar að þær séu til á því verði sem þar kemur fram. Þrátt fyrir það, með vísan til viðeigandi laga, þá: (a) áskiljum við okkur rétt til þess að breyta vörum og þjónustu sem auglýst er eða boðin fram til sölu á þessari vefsíðu án fyrirfram tilkynningar, breyta verðum eða tæknilýsingum á slíkum vörum og þjónustu, breyta hvers kyns tilboðum og öðru efni á vefsíðunni hvenær sem er og hversu oft sem er án fyrirfram tilkynningar eða ábyrgðar til þín eða annars aðila; (b) getum við ekki ábyrgst það að vörurnar eða þjónustan sem boðin er fram til sölu á þessari vefsíðu verði í boði á þeim tíma þegar þú pantar eða síðar; (c) áskiljum við okkur rétt til þess að takmarka magn þess varnings sem heimilt er að kaupa eða sem boðinn er fram til sölu.
- Í samræmi við gildandi lög, þá: (a) ábyrgjumst við ekki að efni á vefsíðunni (þar á meðal, en ekki takmarkað við, vörulýsingar, ljósmyndir og leiðbeiningabæklingar með varningi) séu nákvæmt, fullkomið, áreiðanlegt, núverandi eða villulaust; og (b) áskiljum okkur rétt til þess að vinna ekki úr pöntunum, og endurskoða pantanir eða endurgreiða þér í þeim tilvikum þegar verðin eða aðrar efnislegar upplýsingar á þessari vefsíðu eru ónákvæmar eða þegar við tökum eftir því að það hefur orðið efnisleg villa í þessum skilmálum.
- Myndirnar af vörunum sem boðnar eru fram til sölu á vefsíðunni eru eingöngu til skýringar.
- Ef við afgreiðum ekki pöntun munum við tilkynna þér að pöntunin hafi verið afturkölluð og munum við annað hvort ekki rukka þig eða leggja inneign inn á þá greiðslutegund sem notuð var í pöntuninni.
- Fyrir frekari upplýsingar, vinsamlegast lestu skilmála okkar um skilareglur, afpöntun og aðstoð.
- Fyrir frekari upplýsingar um Costco ánægjuábyrgðina, vinsamlegast skoðaðu vefsíðuna. Ekkert í þessum kafla hefur áhrif á réttindi þín sem vernduð eru af Costco ánægjuábyrgðinni eða lögbundnum réttindum þínum, þar með talið, en ekki takmarkað við, lögbundinn riftunarrétt þinn. Fyrir frekari upplýsingar um réttindi þín sem neytandi, vinsamlegast skoðaðu kafla S (frekari upplýsingar hér að neðan). or Statutory Rights section.
HLUTI 3: SKILMÁLAR SEM GILDA BÆÐI UM HLUTA (1) OG HLUTA (2) HÉR AÐ FRAMAN
M. Tengdar stefnur og skilmálar
Við notkun á vefsíðunni og sölu/veitingu á vörum og þjónustu gilda einnig frekari skilmálar en um er að ræða eftirfarandi skilmála:
- Persónuverndarstefna Costco
- Skil, afturköllun og aðstoð
- Aðildarskilmálar , relating to applicable purchases of electrical and electronic equipment
- sem eiga eingöngu við um aðildarmeðlimi Aðrir eða breyttir skilmálar eiga við í tilvikum tiltekins varnings eða þjónustu, þar sem það er tilgreint í skilmálunum eða í viðkomandi hluta vefsíðunnar. Vinsamlegast farðu yfir alla viðeigandi skilmála vefsíðunnar. Skilmálar vefsíðunnar breyta ekki með neinum hætti skilmálum eða skilyrðum annarra samkomulaga sem þú kannt að hafa gert við okkur eða við önnur Costco fyrirtæki vegna varnings, þjónustu eða annars. Við bendum þér sérstaklega á persónuverndarstefnu okkar og vefkökustefnu okkar sem við vísum þér á í því skyni að þú skiljir að öllu leyti hvernig við söfnum, notum og að öðru leyti vinnum persónuupplýsingar um þig.
N. Gildandi löggjöf og lögsaga
Hvort sem þú ert neytandi eða ekki, samþykkir þú að þessir skilmálar vefsíðunnar heyri undir og skuli vera túlkaðir í samræmi við gildandi löggjöf á Íslandi. Ef þú ert neytandi, þá samþykkir þú að héraðsdómar á Íslandi hafi einvörðungu lögsögu í málum sem kunna að rísa vegna skilmála okkar.
Ef þú ert ekki neytandi, þá samþykkir þú einnig að héraðsdómar á Íslandi hafi einvörðungu lögsögu í málum sem kunna að rísa vegna skilmála okkar.
O. Niðurfelling
Þrátt fyrir notkunarskilmála þessa þá áskiljum við okkur rétt, án tilkynningar, og að eigin frumkvæði að fella niður heimild þína til þess að nota vefsíðu okkar og til þess að útiloka eða koma í veg fyrir framtíðaraðgang þinn að og til notkunar á vefsíðunni ef þú gerist brotlegur við notkunarskilmálana eða gildandi löggjöf. Við niðurfellinguna skulu þessir skilmálar þó enn gilda um samningssamband okkar við þig.
P. Ábyrgð okkar á tapi eða eyðileggingu sem þú verður fyrir vegna notkunar á vefsíðunni og varnings sem seldur er á vefsíðunni
Í samræmi við neðangreindar málsgreinar er Costco ekki ábyrgt gagnvart þér fyrir hvers kyns tap sem þú kannt að verða fyrir í kjölfar eða í tengslum við notkun þína á vefsíðunni eða ómöguleika við að nota vefsíðuna eða notkun á henni eða ef þú byggir á efni sem birt er á vefsíðunni.
Ef við störfum ekki í samræmi við þessa skilmála erum við ábyrg fyrir tapi eða skemmdum sem þú verður fyrir sem er fyrirsjáanleg afleiðing af því að við brjótum í bága við þessa skilmála eða vanræksla okkar á því að gera viðeigandi ráðstafanir en við erum ekki ábyrg fyrir hvers kyns tapi eða skemmdum sem eru ekki fyrirsjáanlegar. Tap eða skemmdir eru fyrirsjáanlegar ef það er annað hvort augljóst að þær muni eiga sér stað eða á þeim tíma sem samningurinn var gerður gátum bæði við og þú séð fyrir að þær myndu eiga sér stað.
Við takmörkum ekki eða útilokum ábyrgð okkar á neinn hátt gagnvart þér þegar slíkt er óheimilt að gera á grundvelli laga. Þetta felur í sér ábyrgð vegna dauða eða líkamsmeiðsla sem við, starfsmenn okkar, fulltrúar eða undirverktakar völdum þér vegna vanrækslu; vegna svika eða sviksamlegrar rangfærslu; fyrir brot á lagalegum réttindum þínum í tengslum við vörurnar; og fyrir gallaðar vörur á grundvelli laga um skaðsemisábyrgð nr. 25/1991.
Ef við erum að veita þér þjónustu á eign þinni og skemmdir verða af okkar völdum á eigninni við veitingu þjónustunnar bætum við þér upp þær skemmdir. Við erum ekki ábyrg fyrir þeim kostnaði við viðgerðir á skemmdum sem voru þegar til staðar eða vegna skemmda sem við tókum eftir á meðan við veittum þér þjónustuna.
Ef við höfum látið þér í té gallað stafrænt efni sem veldur skemmdum á búnaði eða stafrænu efni í þinni eigu og það er vegna vanrækslu okkar við að nota hæfilega aðgát eða færni munum við annað hvort gera úrbætur á skemmdunum eða greiða þér bætur. Við erum samt sem áður ekki ábyrg fyrir skemmdum sem þú gast komið í veg fyrir með því að fylgja leiðbeiningum okkar eða ráðleggingum um uppfærslu sem þér var boðin án kostnaðar eða vegna skemmda sem þú ollir með því að fylgja ekki uppsetningarleiðbeiningum með fullnægjandi hætti eða að fylgja ekki lágmarkskröfum sem við ráðlögðum þér.
Ef þú ert ekki neytandi eða ef þú notar vörurnar í viðskiptalegum tilgangi eða til endursölu berum við enga ábyrgð gagnvart þér á viðskiptatapi (hvort sem það er fyrirsjáanlegt eða ekki) en í því felst meðal annars:
- tap á hagnaði, sölu, viðskiptum eða arði;
- truflun á viðskiptum;
- tap á væntanlegum sparnaði;
- tap á viðskiptatækifærum, viðskiptavild eða orðspori;
- tap á notkun;
- tap á gögnum;
- sérstakar skaðabætur eða refsikenndar skaðabætur; eða
- hvers kyns óbeint eða afleitt tap eða tjón.
Ef þú ert ekki neytandi, skal heildarábyrgð okkar gagnvart þér á vörum og þjónustu sem þú kaupir af okkur í gegnum vefsíðuna (hvort sem hún er á grundvelli samnings, skaðabótaábyrgðar, þar á meðal vegna athafnaleysis, fullrar skaðabótaábyrgðar, brota á lögbundnum skyldum eða öðrum lagareglum) skal vera takmörkuð við verðið sem þú greiddir vegna vörunnar eða þjónustunnar.
Q. Ógild ákvæði, aðlögun og niðurfelling
Ef eitthvað ákvæði þessara notkunarskilmála yrði talið ólögmætt, ógilt eða að öðru leyti óframfylgjanlegt skal það ákvæði aðskilið frá skilmálum þessum og skal það engin áhrif hafa á gildi og framfylgni við öll hin ákvæði skilmálanna sem standa óbreytt og halda áfram gildi sínu.
Ekkert afsal á réttindum af okkar hálfu skal túlkað sem niðurfelling á málshöfðun eða sem brot á ákvæðum skilmálanna. Allt afsal af okkar hálfu skal gert skriflega.
R. Réttindi þriðju aðila
Enginn aðili sem er ekki aðili samnings milli okkar á grundvelli þessara skilmála (aðrir en dótturfélög Costco og samstarfsaðilar) skulu hafa rétt til þess að byggja á ákvæðum þessara skilmála.
S. Frekari upplýsingar
Fyrir frekari upplýsingar um réttindi þín sem neytandi ert þú vinsamlegast beðinn um að skoða kaflann „réttur þinn til að afpanta, skila og til endurgreiðslu“ sem þú getur fundið hér en þú getur einnig skoðað réttindi þín á vef Neytendastofu: https://www.neytendastofa.is/.
T. Hafðu samband við okkur
Ef þú upplifir erfiðleika við notkun vefsíðunnar eða vilt tilkynna eitthvað til okkar í tengslum við vefsíðuna, vinsamlegast hafðu samband við okkur:
- Símleiðis í síma: 532-5555.
- Með tölvupósti á netfangið: costco@costco.is..
- Með bréfpósti: á Costco Wholesale Iceland ehf., Kauptúni 3, 210 Garðabæ, Íslandi.
U. Kvartanir
Vinsamlegast skoðaðu kafla T hér að framan varðandi nánari upplýsingar um það hvernig þú hefur samband við okkur. Vinsamlegast skoðaðu skilmála okkar varðandi skilareglur og afturkallanir varðandi það hvernig Costco ánægjuábyrgðin virkar. Fyrir upplýsingar um lögbundin réttindi neytenda vinsamlegast skoðaðu kafla S, fyrir nánari upplýsingar.