6 skref til að skrá notandareikning

register-now

1. Skráðu þig núna

Þegar þú hefur sótt kortið þitt á þjónustuborðið í vöruhúsinu geturðu skráð notandareikning á netinu.

Vinsamlegast farðu á síðuna "Aðild" til að stofna notandareikning og smelltu á hnappinn “Skráðu þig” eða þú getur farið beint á Skilmálar fyrir notandareikning og byrjað að skrá notandareikninginn.

Athugaðu að notandareikningur stofnast ekki sjálfkrafa þegar þú skráir aðild í vöruhúsinu.

 

identity-check

2. Skilmálar

Samþykktu skilmálana með því að haka í reitinn og smelltu svo á hnappinn „Áfram í skráningu“.

 

validate

3.Aðildarnúmer og nafn

Nú birtist skráningarsíða fyrir notandareikninginn.

Sláðu inn nafn meðlims og aðildarnúmer eins og þau koma fram á bakhlið aðildarkortsins og smelltu á hnappinn „Staðfesta“ til að staðfesta upplýsingarnar.

Þegar þú hefur staðfest nafn meðlims og aðildarnúmer verða þeir reitir gráir og þú færð skilaboð til staðfestingar. Haltu áfram að slá inn upplýsingarnar þínar í reitina fyrir neðan.

 

address-finder

4.Upplýsingar þínar og heimilisfang

Næst skaltu fylla inn í nauðsynlega reiti sem merktir eru með stjörnu*.

Þegar heimilisfang er slegið inn getum við hjálpað þér að finna heimilisfangið. Sláðu inn heimilisfang í reitinn „Heimilisfang Lína 1“ og síðan póstnúmer í reitinn „Póstnúmer“. Smelltu svo á hnappinn „Finna heimilisfang“. „Veldu þitt heimilisfang“ með því að smella á rétt heimilisfang sem birtist í fellivalmynd. Þegar þú hefur valið heimilisfangið þitt verða viðbótarupplýsingar fylltar inn sjálfkrafa. Gakktu úr skugga um að upplýsingar um heimilisfang séu réttar.

Þegar heimilisfang er slegið inn getum við hjálpað þér að finna heimilisfangið. Sláðu inn heimilisfang í reitinn „Heimilisfang Lína 1“ og síðan póstnúmer í reitinn „Póstnúmer“. Smelltu svo á hnappinn „Finna heimilisfang“.

„Veldu þitt heimilisfang“ með því að smella á rétt heimilisfang sem birtist í fellivalmynd. Þegar þú hefur valið heimilisfangið þitt verða viðbótarupplýsingar fylltar inn sjálfkrafa. Gakktu úr skugga um að upplýsingar um heimilisfang séu réttar.

Ef þú færð villuskilaboðin „Heimilisfang fannst ekki. Reyndu aftur eða sláðu inn heimilisfangið“ eða ef heimilisfangið birtist ekki eða tillögur í valmynd eru rangar, skaltu smella á hnappinn “Sláðu inn heimilisfang“ og fylla inn í reitina

Notaðu hnappana „Finna heimilisfang“ eða „Sláðu inn heimilisfang“ til að skrá heimilisfangið þitt svo hægt sé að ljúka skráningunni.

 

register-online

5.Stillingar tengiliðaupplýsinga

Veldu með hvaða hætti þú vilt að Costco sendir þér afsláttarmiða og tilboð með því að haka í reitina undir „Stillingar um móttöku markaðsefnis“.

Að lokum skaltu smella á „Skrá“ til að ljúka skráningu notandareikningsins.

Þú getur breytt stillingum um tengiliðaupplýsingar hvenær sem er með því að fara inn í notandastillingar eftir innskráningu og velja „Reikningurinn minn“.

 

registration-confirmation

6.Skilaboð til staðfestingar

Skilaboð munu birtast til staðfestingar um að skráning notandareikningsins hafi tekist. Þar koma fram tegund aðildar þinnar, aðildarnúmer, nafn þitt og fæðingardagur.

Einnig færðu send SMS skilaboð og/eða tölvupóst til staðfestingar á skráningu notandareiknings á netinu.

Nú getur þú skráð þig inn á reikninginn þinn þinn og skoðað tegund aðildar þinnar, aðildarnúmer, gildistíma aðildar, fæðingardag, nafn þitt og netfang. Þú getur líka skoðað og breytt stillingum fyrir sjálfvirka endurnýjun, símanúmer og kyn.

Sparaðu þér ómakið við að endurnýja aðildina með því að stilla á sjálfvirka endurnýjun og við sjáum um að endurnýja aðildina fyrir þig. Með því að stilla á sjálfvirka endurnýjun geturðu verið viss um að aðildarkortið þitt sé alltaf í gildi þegar þú verslar hjá Costco. Við látum þig vita 15 dögum áður en greiðsla er framkvæmd til endurnýjunar á aðildinni og staðfestum að greiðslan hafi tekist eða ef hún tókst ekki

Athugaðu að greiðsluupplýsingar þínar eru dulkóðaðar og enginn getur séð, notað eða breytt greiðsluupplýsingum þínum nema þú sjálf(ur). Þú getur líka slökkt á sjálfvirkri endurnýjun hvenær sem þú vilt.

 

register-validate

Reikningur þegar skráður eða staðfestingarskilaboð

Ef þú smellir á „Staðfesta“ og eftirfarandi skilaboð birtast: „Númerið sem slegið var inn hefur þegar verið skráð“.

Reyndu að skrá þig inn aftur því svo virðiast sem þú hafi þegar stofnað notandareikning. Þessi villuskilaboð kunna að birtast ef þú hefur skráð þig á netinu því notandareikningur er stofnaður fyrir þig samhliða skráningunni svo þú þarft ekki að staðfesta aðildina.

Ef þú smellir á „Staðfesta“ og eftirfarandi skilaboð birtast: „Vinsamlegast farðu í vöruhúsið og fáðu staðfestingu“. Þú gætir hafa slegið inn rangt aðildarnúmer, vinsamlegast prófaðu að slá það inn aftur.

Hafðu samband við þjónustuver til að fá aðstoð á netfangið costco@costco.is..

Áfram í skráningu
 


TOP