Stöndum vörð um samfélagið
og umhverfið
Costco Wholesale er umhugað um umhverfisvernd og öryggismál á öllum sviðum eldsneytisviðskipta okkar. Costco leggur ríka áherslu á traust langtímatengsl við meðlimi okkar og starfsfólk sem býr og starfar í samfélaginu sem við þjónustum.
Sérþjálfað bensínafgreiðslufólk Costco
Sérþjálfað bensínafgreiðslufólk okkar gegnir lykilhlutverki í að tryggja öryggi og verndun umhverfisins. Starfsfólk þarf að ljúka sérstöku starfsréttindanámskeiði áður en það getur hafið störf á eldsneytisstöð Costco. Afgreiðslufólkið okkar er staðsett við eldsneytisdælurnar svo það geti brugðist strax við hvers konar hættu í tengslum við umhverfis- eða öryggismál.
Stöðug lekavöktun
Á eldsneytisstöðvum Costco eru tæringarvarðir tveggja laga geymslutankar og leiðslukerfi neðanjarðar. Stöðug lekavöktun fer fram neðanjarðar með rafrænu vöktunarkerfi. Ef vart verður við leka slokknar sjálfkrafa á allri stöðinni. Rafræn viðvörunarkerfi eru vöktuð allan sólarhringinn af starfsfólki okkar og utanaðkomandi þjónustuaðilum.
Loftmengunarvarnir
Eldsneytisstöðvar Costco búa yfir nýjustu tækni og búnaði til að varna því að eldsneytisgufur sleppi út í andrúmsloftið. Costco starfar í samvinnu við ýmsar ríkisstofnanir til að vera ávallt í fararbroddi þegar kemur að mengunarvörnum.
Hreinsunaráætlun
Heimsins besti búnaður kemur ekki í veg fyrir að vökvi hellist niður einstaka sinnum. Ef eldsneyti hellist niður skapar það hættu fyrir umhverfið og öryggi almennt og þess vegna þjálfum við bensínafgreiðslufólk okkar í að hreinsa upp efni sem hellast niður. Á öllum eldsneytisstöðvum Costco eru áhöld og búnaður til hreinsunar í námunda við eldsneytisdælurnar.
Öryggi
Sérþjálfað afgreiðslufólk Costco er staðsett við eldsneytisdælurnar og tryggja öryggi meðlima á eldsneytisstöðvum okkar. Starfsfólk okkar liðsinnir viðskiptavinum með margvíslegum hætti og hjálpar þeim sem þurfa aðstoð við að dæla eldsneyti á bifreiðar sínar. Afgreiðslufólk okkar tryggir að meðlimir okkar fari að lögum og fylgi fyrirmælum á skiltum varðandi eldsneytisáfyllingar, þ.á.m. reykingabanni, banni við lausagangi bifreiða og banni við áfyllingar í ílát sem ekki eru ætluð til slíkrar notkunar.