Tilkynningalína Costco um siðferðismál með nafnleynd fyrir birgja
Við leggjum okkur fram við að tryggja að farið sé eftir siðareglum okkar, hátternisreglum birgja og öðrum lagalegum og siðferðislegum skyldum. Þess vegna höfum við komið á fót alþjóðlegu tilkynningakerfi fyrir siðferðismál: www.costco.ethicspoint.com.
Tilkynningar eru nafnlausar og úrræðið stendur birgjum til boða ef þeir hafa ástæðu til að ætla að starfsfólk Costco eða birgjar brjóti gegn reglum. (Ekki skal nota þetta úrræði til að tilkynna um mál sem tengjast innkaupum og verslun, eins og heimsendingar, greiðslur eða þess háttar mál.)
Við hvetjum birgja til að tilkynna möguleg brot á reglum og hvers konar misferli, þar á meðal brot er varða:
- Einokunar- og samkeppnislög
- Lög gegn spillingu og mútum
- Bann við innherjaviðskiptum
- Reglur um bókhald, reikningsskil og innra eftirlit
- Lög um heilsu, öryggi og umhverfismál, og
- Hátternisreglur fyrir birgja Costco.
Með tilkynningalínunni geta birgjar einnig sent ábendingar um misferli eða ósæmilega háttsemi af hálfu starfsfólks Costco eða starfsfólks birgja Costco, þar á meðal:
- Hagsmunaárekstra
- Gjafir, fríðindi, afþreyingu og aðrar greiðslur
- Trúnaðarupplýsingar
- Framlög í pólitískum tilgangi
- Mismunun og kynferðislega áreitni.
Hægt er að hafa samband nafnlaust. Tilkynningar verða sendar til lögfræðisviðs og regluvarðar, sem rannsaka málið og ræða við viðeigandi yfirmann.