PERSÓNUVERNDARSTEFNA
COSTCO WHOLESALE ICELAND EHF.

Með persónuverndarstefnu þessari er skýrt hvernig Costco Wholesale Iceland ehf. (kt. 700614-0690), Borgartúni 26, 105 Reykjavík, fer með persónuupplýsingar meðlima sinna og viðskiptavina sem versla í vöruhúsi félagsins hér á Íslandi eðar nota heimasíðu félagsins, www.coscto.is.

Costco er umhugað um örugga meðferð persónuupplýsinga

Við virðum rétt þinn til einkalífs og tryggjum að öll meðferð persónuupplýsinga sé ávallt í samræmi við ákvæði gildandi laga og reglugerða um persónuvernd og meðferð persónupplýsinga.

Við tryggjum að persónuupplýsingar séu ekki afhentar óviðkomandi þriðju aðilum og sérhver miðlun persónuupplýsinga á sér aðeins stað með samþykki viðkomandi eða í samræmi við heimild í gildandi persónuverndarlöggjöf. Við virðum sjálfsákvörðunarrétt þinn varðandi alla meðferð persónuupplýsinga og í persónuverndarstefnu þessari er nánar lýst hvernig þú getur haft áhrif á það hvernig persónuupplýsingar þínar eru notaðar.

Persónuverndarstefna þessi inniheldur upplýsingar um hvernig Costco meðhöndlar persónuupplýsingar um þig, s.s. um söfnun, varðveislu og öryggi þeirra. Nánari upplýsingar má finna með því að smella á tenglana hér að neðan.

 1. Hvað eru persónuupplýsingar?
 2. Hvernig safnar Costco persónuupplýsingum?
 3. Hvernig notar Costco persónuupplýsingar?
 4. Miðlun persónuupplýsinga
  1. Vörukaup eða -pöntun
  2. Þjónustuaðilar og verktakar
  3. Viðskiptareikningur þinn hjá Costco
  4. Þjónusta
 5. Flutningur persónuupplýsinga
 6. Önnur meðferð persónuupplýsinga
 7. Öryggi persónuupplýsinga – meðferð kreditkortaupplýsinga
 8. Þinn réttur; uppfærsla skráningarupplýsinga
 9. Lyfjaverslun og sjónmælingar
 10. Vefkökur (e. Cookies) og heimasíða Costco
  1. Vefkökur; Tenglar og notkun snjalltækja til að tengjast Costco
  2. Tenglar á aðrar vefsíður
  3. Notkun snjalltækja til að tengjast Costco
 11. Notkun barna á vef Costco (www.costco.is)
 12. Spurningar og aðstoð
 13. Breytingar á þessari persónuverndarstefnu

A. Hvað eru persónuupplýsingar?

Persónuupplýsingar eru sérhverjar persónugreindar eða persónugreinanlegar upplýsingar um hinn skráða, þ.e. upplýsingar sem beint eða óbeint má rekja til tiltekins einstaklings, látins eða lifandi. Persónuupplýsingar geta verið nafn, símanúmer, ip-tölur eða upplýsingar um vörukaup einstaklings. Persónuupplýsingar kunna einnig að safnast hjá lyfjaverslun okkar og í tengslum við kaup á sjóntækjum og við sjónmælingar (sjá nánar umfjöllun um lyfjaverslun og sjóntæki hér að neðan). Viðskiptavinum er heimilt bæta einum fjölskyldumeðlim undir viðskiptareikning sinn hjá Costco sem aukameðlim og geta því safnast persónuupplýsingar um þann aukameðlim hjá okkur. Aukameðlimir verða að samþykkja þá skilmála sem gilda um aðild að Costco, þar á meðal þessa persónuverndarstefnu.

B. Hvernig safnar Costco persónuupplýsingum?

Við söfnum persónuupplýsingum sem þú lætur okkur í té, m.a. í eftirfarandi tilvikum:

 • Þegar þú óskar eftir að vera meðlimur eða endurnýjar slíka beiðni.
 • Þegar þú notar heimasíðuna okkar (www.costco.is) og þegar þú samþykkir að fá fréttir, tilboð og annað kynningarefni.
 • Þegar þú pantar vörur eða þjónustu í vöruhúsi okkar eða á heimasíðunni.
 • Þegar þú hefur samband við okkur.
 • Þegar þú óskar eftir þjónustu af okkar hálfu (sjá nánar undir "Þjónusta" hér að neðan).

Í sumum tilvikum eru slíkar upplýsingar skráðar sjálfkrafa, s.s. þegar þú heimsækir heimasíðu okkar, (ip-tala eða auðkenni tölvunnar ásamt upplýsingum um tölvukerfið sem notað er). Einnig eru skráðar upplýsingar um að þú tengist heimasíðunni okkar í gegnum hlekk og þá af hvaða heimasíðu, hvernig þú notar heimasíðu Costco, tími og dagsetning heimsóknarinnar, auk upplýsinga um kaup á vörum og þjónustu. Slíkum upplýsingum kann að vera safnað með noktun vefkaka (e. cookies). Nánari upplýsingar um vefkökur má finna hér neðar (sjá undir Vefkökur).

Costco kann einnig að fá persónuupplýsingar um þig í gegnum þriðju aðila, s.s. samstarfsaðila Costco. Slíkar upplýsingar kunna að vera skráðar þegar skrár eru leiðréttar, við aðgerðir til varnar fjársvikum, þegar tiltekin þjónusta er veitt eða í gegnum tilboð eða sérvörur. Slíkar upplýsingar kunna að vera samtengdar öðrum persónuupplýsingum um þig sem Costco skráir.

C. Hvernig notar Costco persónuupplýsingar?

Costco notar persónuupplýsingar þínar alla jafna í þeim tilgangi að veita þér fyrsta flokks þjónustu, s.s. til að upplýsa þig um tilboð sem við teljum að þú hafir áhuga á og í tengslum við viðskiptareikning þinn hjá fyrirtækinu, til að mynda þegar við dreifum eigin kynningarefni eða könnunum. Persónuupplýsingar kunna að vera notaðar í eftirfarandi tilgangi:

 • Til að upplýsa þig um innkallanir á vörum eða önnur öryggisatriði.
 • Í tengslum við tilkynningar (með tölvupósti eða sms skilaboðum) í tengslum við vörukaup þín, s.s. staðfesting vörukaupa eða upplýsingar um afhendingu vara.
 • Í tengslum við markaðssetningu, s.s. kynningarefni, afsláttarmiða, tilboð og auglýsingar, enda hafir þú áður veitt samþykki fyrir slíkri notkun. Þú getur hvenær sem er afþakkað slíkt kynningarefni (sjá nánar undir kaflanum Þinn réttur hér að neðan).

D. Miðlun persónuupplýsinga

Við miðlum persónuupplýsingum í eftirfarandi tilvikum:

 1. Vörukaup eða -pöntun
 2. Persónuupplýsingum kann að vera miðlað til þriðju aðila í tengslum við kaup eða pöntun á vöru. Dreifingaraðilum eru hins vegar aðeins veittar þær upplýsingar sem nauðsynlegar teljast í tengslum við þá vöru eða þjónustu sem þú hefur pantað. Slíkum aðilum er skylt að tryggja að trúnaður sé haldinn um slíkar upplýsingar og að þær séu aðeins nýttar í þessum tilgangi og ekki í öðrum ósamrýmanlegum tilgangi. Kjósir þú hins vegar að senda slíkum þriðju aðilum persónuupplýsingar beint, þá berum við ekki ábyrgð á meðferð þeirra. Í þeim tilvikum ráðleggjum við þér að hafa áður kynnt þér hvernig þessir aðilar hyggjast vernda persónuupplýsingar þínar.

 3. Þjónustuaðilar og verktakar
 4. Í sumum tilvikum munum við notast við þjónustuaðila og verktaka til að sinna þjónustu fyrir okkar hönd. Til að mynda sjá slíkir aðilar um vinnslu við debet- og kreditkortafærslur, vöruflutninga, þjónustuver, netþjónustu, útfærslu afsláttarkjara/endurgreiðslu og við greiningu, leiðréttingu eða uppfærslu á upplýsingum og upplýsingakerfum. Ef slíkir þriðju aðilar þurfa að nota persónuupplýsingar þínar í tengslum við þessa þjónustu, tryggjum við að þeir noti þær aðeins í þeim eina tilgangi og ekki í öðrum ósamrýmanlegum tilgangi. Þá tryggjum við einnig að þeir haldi trúnað um upplýsingarnar og að upplýsingunum sé eytt þegar ekki er lengur unnið með þær í samræmi við upphaflegan tilgang með söfnun þeirra.

 5. Viðskiptareikningur þinn hjá Costco
 6. Ef þú ert meðlimur hjá Costco felst í slíkri aðild að þú getur gert ýmsar breytingar á viðskiptareikningi þínum, s.s. með því að bæta við aukameðlim eða eyða slíkri skráningu eða með því að gera aðrar breytingar á reikningnum.

 7. Þjónusta
 8. Við veitum ýmsa þjónustu og seljum vörur í gegnum samstarfsaðila okkar, s.s. fjármálaþjónustu, ferðaþjónustu, tryggingar auk annarrar viðskipta- og neytendaþjónustu ("Þjónustan"). Persónuupplýsingum um þig kann að vera miðlað til slíkra samstarfsaðila, s.s. nafni, heimilisfangi, netfangi og upplýsingum um meðlimaskráningu (t.d. meðlimanúmeri og hvort um er að ræða aðal- eða aukaaðild). Tilgangurinn með slíkri miðlun er að þessir samstarfsaðilar geti sent þér tilboð, til að ákveða hvort þér sé heimilt að kaupa tilteknar vörur, fá tiltekin tilboð ellegar þjónustu eða til að hægt sé að leggja mat á nýjar eða fyrirliggjandi vörur, tilboð eða þjónustu. Ef þú vilt ekki að við miðlum persónuupplýsingum um þig til þessara samstarfsaðila, þá getur þú hvenær sem er afturkallað samþykki þitt fyrir slíkri miðlun (sjá nánar undir Þinn réttur hér að neðan).

  Ef þú kaupir vöru eða óskar þjónustu sem boðin er af samstarfsaðilum okkar, þá mun þeim upplýsingum sem þú veitir í slíkum tilgangi miðlað til viðkomandi samstarfsaðila.

  Samstarfsaðilum okkar er aðeins heimilt að nota persónuupplýsingar í þeim tilgangi að veita umbeðna þjónustu. Costco ber ekki ábyrgð á neinum þeim viðbótarupplýsingum sem þú veitir þessum aðilum beint án aðkomu Costco. Í þeim tilvikum ráðleggjum við þér að hafa áður kynnt þér hvernig þessir aðilar hyggjast vernda persónuupplýsingar þínar. Þær upplýsingar sem þú veitir samstarfsaðilum kann að vera miðlað til Costco ásamt upplýsingum um hvernig þú hefur notað þjónustuna. Í sumum tilvikum kunna þessir samstarfsaðilar að gera heimild til slíkrar miðlunar að skilyrði fyrir veittri þjónustu. Ef við segjum upp samstarfi við samstarfsaðila okkar kann upplýsingum að verða miðlað aftur til Costco og er okkur þá heimilt að miðla slíkum upplýsingum til nýs samstarfsaðila sem veitir sömu eða sambærilega þjónustu.

E. Flutningur persónuupplýsinga

Persónuupplýsingar kunna að vera fluttar til landa utan Evrópska efnahagssvæðisins (EES), s.s. vinnsla sem á sér stað í tengslum við tölvupóstsamskipti. Costco ábyrgist að öll vinnsla persónuupplýsinga sem á sér stað utan EES-svæðisins uppfylli sömu kröfur um vernd og öryggi og gilda samkvæmt ákvæðum gildandi laga og reglugerða um persónuvernd og meðferð persónupplýsinga. Með því að afhenda okkur persónuupplýsingar samþykkir þú að slíkar upplýsingar verði fluttar og varðveittar utan EES-svæðisins.

F. Önnur meðferð persónuupplýsinga

Í öðrum tilvikum en að framan greinir kann Costco að nota persónuupplýsingar í samræmi við tilgang með söfnun þeirra, s.s. þegar slíkt reynist nauðsynlegt til að gæta hagsmuna þinna, til að uppfylla ákvæði laga eða fyrirmæli yfirvalda, til að grípa til varna vegna krafna sem settar hafa verið fram og til að gæta hagsmuna, verja eigur eða önnur réttindi Costco, viðskiptavina okkar, meðlima, starfsmanna eða ef almannahagur krefst þess. Slík notkun persónuupplýsinga kann að eiga sér stað til að varna fjársvikum eða við rannsókn á slíkum fjármunabrotum. Þá kann að vera unnið með persónuupplýsingar í tengslum við samningaviðræður um kaup, samruna eða yfirtöku á eignum félagsins.

G. Öryggi persónuupplýsinga – meðferð kreditkortaupplýsinga

Sem ábyrgðaraðili að vinnslu persónuupplýsinga mun Costco tryggja öryggi þeirra með viðeigandi öryggisráðstöfunum, s.s. með ytra öryggi auk skipulagslegra og tæknilegra öryggisráðstafana. Öryggisráðstöfunum er ætlað að verja persónuupplýsingarnar gegn því að þær glatist, séu misnotaðar, þeim breytt og gegn allri ólöglegri vinnslu. Þegar þú sendir okkur persónuupplýsingar í gegnum heimasíðuna okkar eru slíkar upplýsingar dulkóðaðar með svokallaðri SSL dulkóðun (e. Secure Sockets Layer) áður en þær eru sendar. Við notum SSL dulkóðun einnig í tengslum við viðskiptareikninga og með því er þér gert kleift að skoða viðskiptareikning þinn og skráningarupplýsingar með öruggum hætti. Þegar þú stofnar viðskiptareikning hjá okkur skráum við ekki kreditkortaupplýsingar þínar. Sérstök talnaruna er notuð í staðinn fyrir kreditkortanúmerið þitt. Í því skyni að auka öryggi og þegar reynsla hefur komist á viðskiptasambandið, kann þér að vera boðið að útbúa aðgangsorð sem notað verður í staðinn fyrir kreditkortanúmer við kaup á vörum eða þjónustu.

Aðgangur að viðskiptareikningi þínum er varinn með aðgangsorði. Þér er skylt að vernda slíkt aðgangsorð fyrir óviðkomandi og athygli skal vakin á því að þú berð ábyrgð á allri notkun á heimasíðunni www.costco.is sem á sér stað með aðgangsorði þínu. Vinsamlega láttu okkur vita eins fljótt og auðið er ef þú telur að aðgangsorð þitt hafi verið misnotað.

H. Þinn réttur; uppfærsla skráningarupplýsinga

Við veitum þér ákveðinn rétt til að ákveða hvernig við förum með persónuupplýsingar þínar. Þú getur upplýst okkur um þá ákvörðun þína með ýmsum hætti. Ákvörðun þín um að vilja ekki að persónuupplýsingar þínar séu notaðar munu ekki hafa áhrif á hagsmuni maka þíns eða annarra aukameðlima.

Við munum ekki senda þér markpóst eða sms skilaboð nema þú hafir áður veitt upplýst samþykki fyrir að fá slíkar sendingar. Ef þú kýst að veita slíkt upplýst samþykki, afturkalla það eða uppfæra upplýsingar á viðskiptareikning þínum ellegar ef þig vantar nánari upplýsingar um persónuverndarstefnu okkar, getur þú haft samband við vöruhús okkar í síma 532 5555 eða með því að fara inn á heimasvæði þitt á www.costco.is.

Kjósir þú að fá ekki markpósta frá okkur þá munum við að sama skapi ekki miðla persónuupplýsingum þínum í því skyni til samstarfsaðila okkar.

Ef þú ert með fleiri en eitt netfang skráð hjá okkur, vekjum við athygli á því að þú þarft að samþykkja eða eftir atvikum afþakka slíkan markpóst fyrir hvort/hvert þeirra. Ef þú hefur kosið að fá markpóst frá einhverjum af samstarfsaðilum okkar (sjá undir Þjónusta), verður þú að breyta persónuverndarstillingum gagnvart þeim samstarfsaðilum sérstaklega.

I. Lyfjaverslun og sjónmælingar

Ef þú kaupir lyfseðilsskyld lyf, gleraugu eða augnlinsur þá skráum við og varðveitum lyfseðilsupplýsingar og upplýsingar úr sjónmælingu. Við gerum sérstakar öryggisráðstafanir varðandi slíkar persónuupplýsingar. Slíkum viðkvæmum persónuupplýsingum er ekki miðlað til þriðju aðila nema til að uppfylla lagaskyldu eða samkvæmt fyrirmælum yfirvalda (t.d. í samræmi við ákvæði lyfjalaga). Þá er slíkum persónuupplýsingum ekki miðlað til annarra landa.

J. Vefkökur (e. Cookies) og heimasíða Costco

 1. Vefkökur; Tenglar og notkun snjalltækja til að tengjast Costco
 2. Vefkökur eru litlar textaskrár sem geymdar eru á tölvunni þinni. Slíkar skrár gefa okkur kost á að fylgjast með hvernig þú notar heimasíðuna okkar. Þegar þú notar heimasíðuna okkar í fyrsta skipti þá óskum við eftir samþykki þínu til að fá að nota vefkökur. Kjósir þú að samþykkja ekki slíka notkun, þá er mögulegt að heimasíðan okkar sýni ekki fulla virkni.

  Við notumst við vefkökur í tengslum við skráningu á IP-tölu, til að auðkenna þann netvafra sem þú notar, einnig skráum við dagsetningu og tíma á vörukaupum auk annarra aðgerða. Þá notum við slíkar upplýsingar í tengslum við kerfisstjórn, bilanaleit, rannsókn á fjársvikum, samskipti frá Costco og til að veita þér bestu mögulega þjónustu. Þannig nýtast upplýsingarnar t.d. við að aðlaga heimasíðuna okkar að þínum þörfum, hlaða niður heimasíðunni þannig að hún henti þeim netvafra sem þú notar og/eða senda þér tilboð og tölvupóst. Vefkökur eru ekki njósnabúnaður og Costco safnar ekki upplýsingum um netvafur eða miðlar upplýsingum sem safnast með vefkökum til þriðju aðila, að undanskilinni miðlun sem á sér stað með Google Analytics.

  Miðlun á IP-tölu á sér stað til Google Analytics í því skyni að nálgast upplýsingar um aðgengi að og notkun á heimasíðu okkar. Engum öðrum persónuupplýsingum er miðlað til Google Analytics. Ef þú vilt ekki að IP-tölu þinni sé miðlað með þessum hætti til Google Analytics þá getur þú óskað eftir slíku með því að smella á þennan tengil: https://tools.google.com/dlpage/gaoptout.

  Þá greinum við upplýsingar um vefumferð með teljara til að hægt sé að sjá hvenær og hversu oft tilteknar vefsíður hafa verið skoðaðar. Þessar upplýsingar eru aðeins nýttar við markaðssetningu Costco á eigin vörum.

  Þurfir þú aðstoð við að eyða vefkökum úr tölvu þinni getur þú haft samband við vöruhús okkar í síma 532 5555.

 3. Tenglar á aðrar vefsíður
 4. Á heimasíðu okkar kunna að vera tenglar á heimasíður þriðja aðila sem við höfum heimilað í því skyni að veita upplýsingar, til að kynna eigin vörur og/eða þjónustu. Ef tengillinn sjálfur gefur ekki skýrt til kynna að þú sért að fara inn á heimasíðu þriðja aðila munum við kappkosta að upplýsa þig um slíkt og að viðkomandi kunni að hafa aðra stefnu en Costco varðandi meðferð persónuupplýsinga. Almennt má ætla að unnið sé með allar persónuupplýsingar sem þú veitir á tengdum heimasíðum af þeim þriðja aðila og að sú vinnsla fari eftir þeirri stefnu sem viðkomandi aðili hefur sett um meðferð persónuupplýsinga. Costco ber þannig ekki ábyrgð á neinu því efni, öryggisráðstöfunum og persónuverndarstefnu sem finna má á heimasíðum þriðju aðila sem þú tengist í gegnum heimasíðu Costco. Við ráðleggjum þér að kynna þér þá stefnu sem þessir aðilar hafa sett sér um öryggi og meðferð persónuupplýsinga áður en þú veitir þeim persónuupplýsingar.

 5. Notkun snjalltækja til að tengjast Costco
 6. Við óskum ávallt eftir samþykki þínu áður en upplýsingum um staðsetningu snjalltækja er aflað eða miðlað. Slíkt samþykki er þó ekki nauðsynlegt skilyrði fyrir notkun á smáforriti eða farsímavef Costco og einnig er hægt að afturkalla slíkt samþykki með því að breyta stillingum í smáforritinu. Almennt samþykki gagnvart farsímaþjónustu um að heimila eða heimila ekki notkun staðsetningarupplýsinga gildir ekki sjálfkrafa gagnvart Costco.

K. Notkun barna á vef Costco (www.costco.is)

Við hvetjum foreldra til að fylgjast með því hvernig börn þeirra nota Netið. Costco hefur ekki í hyggju að safna upplýsingum frá ólögráða einstaklingum. Sért þú yngri en 18 ára ættir þú ekki að veita upplýsingar á heimasíðu Costco (www.costco.is).

L. Spurningar og aðstoð

Ef þú hefur spurningar vegna þessarar persónuverndarstefnu eða þarfnast annarrar aðstoðar þá komdu við í vöruhúsi okkar eða hafðu samband í síma 532 5555.

M. Breytingar á þessari persónuverndarstefnu

Við áskiljum okkur rétt til að breyta þessari persónuverndarstefnu hvenær sem er en við munum upplýsa þig um slíkar breytingar með því að vísa til dagsetningar breytinganna efst á síðunni. Við hvetjum þig til að fara ítarlega yfir persónuverndarstefnu okkar þannig að þér sé ljóst hvernig persónuupplýsingar þínar eru notaðar. Verði gerðar efnislegar breytingar á persónuverndarstefnu þessari sem breyta því hvernig við notum persónuupplýsingar, munum við upplýsa um slíkar breytingar með góðum fyrirvara áður en þær taka gildi.